Styrktaraðilar

Sæl verið þið öll við erum að leggja lokahönd á síðuna til að gerast styrktaraðili okkar. Þar verður hægt að skrá sig sem styrktaraðila og því fylgja skemmtilegir kostir.

Árgjaldið er,

4.000.- Þú færð 2x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta
6.000.- Þú færð 3x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta
8.000.- Þú færð 4x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta

Þið eruð í leiðinni að skrá ykkur á vinalista Þrasta þar sem sendir verða út viðburðir sem að Karlkórinn Þrestir mun standa fyrir og fréttabréf verður tvisvar sinnum á ári, fyrir áramót og fyrir vortónleika. Einnig mun þetta þýða að á aðra viðburði munið þið fá sendan póst þar sem þið fáið tilboð á miðum fyrir tónleika hjá/með okkur á sérstöku verði t.d. á jólatónleika eða aðra tónleika sem við tökum þátt í. Karlakórinn Þrestir heldur úti veislusal sem hægt er að fá í útleigu fyrir hinar ýmsu skemmtanir og fá styrktaraðilar sérstakt verð á honum einnig.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega að senda okkur þær á threstir@threstir.is