Styrktaraðilar

Sæl verið þið öll við erum að leggja lokahönd á síðuna til að gerast styrktaraðili okkar. Þar verður hægt að skrá sig sem styrktaraðila og því fylgja skemmtilegir kostir.

Árgjaldið er,

4.000.- Þú færð 2x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta
6.000.- Þú færð 3x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta
8.000.- Þú færð 4x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta

Þið eruð í leiðinni að skrá ykkur á vinalista Þrasta þar sem sendir verða út viðburðir sem að Karlkórinn Þrestir mun standa fyrir og fréttabréf verður tvisvar sinnum á ári, fyrir áramót og fyrir vortónleika. Einnig mun þetta þýða að á aðra viðburði munið þið fá sendan póst þar sem þið fáið tilboð á miðum fyrir tónleika hjá/með okkur á sérstöku verði t.d. á jólatónleika eða aðra tónleika sem við tökum þátt í. Karlakórinn Þrestir heldur úti veislusal sem hægt er að fá í útleigu fyrir hinar ýmsu skemmtanir og fá styrktaraðilar sérstakt verð á honum einnig.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega að senda okkur þær á threstir@threstir.is

Söngnámskeið með Bergþóri Pálssyni

Haldið verður 2 vikna námskeið fyrir nýliða sem hefðu áhuga á að ganga í Karlakórinn Þresti að loknu námskeiði. Farið verður í undirstöðuatriði kórsöngs og 2 lög æfð sem sungin yrðu með aðalkórnum á síðasta degi námskeiðsins.

Að námskeiði loknu yrðu svo áhugasamir metnir með það í huga að þeir gerðust söngmenn í kórnum.

Tímar námskeiðs:

  • Þriðjudagur 20/09 kl. 20 – 22.00
  • Miðvikudagur 21/09 kl. 20 -22.00
  • Þriðjudagur 27/09 kl. 20 -22.00
  • Fimmtudagur 29/09 kl. 20 -22.00  (samsöngur með kór)

Námskeiðið fer fram í Þrastaheimilinu að Flatahrauni 21, Hafnarfirði (sjá kort)

Götukort 2

Já.is

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu vinsamlegast sendið skilaboð á threstir@threstir.is

Skálholt – 1. maí 2016

Eftir tónleika í Eyjum var kvöldstund í boði Árna Johnsen þar sem Þrestir fengu dýrindis kjötsúpu og góðar sögur. Eftir hvíld í Eyjum héldu Þrestir með Herjólfi um Landeyjahöfn og síðan rútu rakleiðis til Skálholts.

Tónleikar í Skálholtskirkju 1.maí kl. 15
Í skálholtskirkju er hljómurinn einstakur og þar er gott og hátíðlelgt að syngja.  Í dag sungu Þrestir hefðbundin hljómrík lög og síðan lög við hæfi eftir Oddgeir Kristjánsson og úr Sólarsvítunni eftir Árna Johnssen. Fullt hús af fólki á fullkomnum degi. Takk fyrir okkur!


Mynd af www.skalholt.is/

Fylgist með Þröstum á https://www.facebook.com/threstir.is/

Þrestir syngja lög Eyjamanna

Frétt af www.eyjafrettir.is 28. apr. 2016

Elsti karlakór landsins, Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði mun halda tónleika í samkomuhúsinu Betel, laugardaginn 30. april næstkomandi kl. 16.00 undir kórstjórn Jóns Kristins Cortes ásamt hljómsveitarundirleik Jónasar Þóris og félaga. Á fyrra hluta tónleikana verða sungnar, ásamt undirspili, sígildar perlur Oddgeirs Kristjánssonar eins og Ship O Hoj, Ég veit þú kemur, Ágústnótt og fleiri lög. Á seinni hluta tónleikanna mun kórinn svo fytja verk Árna Johnsen, Sólarsvítuna, sem verður sungin af kórnum ásamt upptöku af sinfóníuhljómsveitarleik undir stjórn Ed Welch og myndsýningu af stór- brotnum náttúrulífsmyndum. Miðaverð er 3.500 kr.

Fylgist með Þröstum á https://www.facebook.com/threstir.is/