Tondeleyó

Tónleikar Þrasta 2018 verða haldnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði

  • fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00
  • laugardaginn 28. apríl kl. 17:00 og 20:00

Tondeleyó er þema tónleikana að þessu sinni þar sem nokkrum af lögum Leikbræðra verður gerð skil. Leikbræður voru geysi vinsælir á árunum 1945 til 1955 og nutu góðs af útsetningum Carls Billich á flestum þeirra laga sem þeir sungu. Nú verður spennandi að heyra þessi lög hljóma aftur í flutningi Þrasta undir stjórn Ástvaldar Traustasonar. Guðrún Gunnarsdóttir mun syngja valdar perlur með okkur og Jónas Þórir verður á sínum stað ásamt undirleik nemenda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Fyrir hlé lofum við hins vegar hefðundnum hárblæstri að hætti Þrasta. Nýr stjórnandi Þrasta er Ástvaldur Traustason og hver veit hvað kann óvænt að gerast.

Í stuttu máli…
– Frábær 50′ tónlist Leikbræðra
– Góður hárblástur að hætti Þrasta
– Guðrún Gunnars, Jónas Þórir, undirleikarar og Þrestir undir stjórn Ástvaldar Traustasonar.

Takið daginn frá og njótið með okkur!

Miðasala á www.midi.is
Sjá einnig www.facebook.is/threstir.is

Styrktaraðilar

Sæl verið þið öll við erum að leggja lokahönd á síðuna til að gerast styrktaraðili okkar. Þar verður hægt að skrá sig sem styrktaraðila og því fylgja skemmtilegir kostir.

Árgjaldið er,

4.000.- Þú færð 2x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta
6.000.- Þú færð 3x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta
8.000.- Þú færð 4x miða á vortónleika Karlakórsins Þrasta

Þið eruð í leiðinni að skrá ykkur á vinalista Þrasta þar sem sendir verða út viðburðir sem að Karlkórinn Þrestir mun standa fyrir og fréttabréf verður tvisvar sinnum á ári, fyrir áramót og fyrir vortónleika. Einnig mun þetta þýða að á aðra viðburði munið þið fá sendan póst þar sem þið fáið tilboð á miðum fyrir tónleika hjá/með okkur á sérstöku verði t.d. á jólatónleika eða aðra tónleika sem við tökum þátt í. Karlakórinn Þrestir heldur úti veislusal sem hægt er að fá í útleigu fyrir hinar ýmsu skemmtanir og fá styrktaraðilar sérstakt verð á honum einnig.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega að senda okkur þær á threstir@threstir.is

Söngnámskeið með Bergþóri Pálssyni

Haldið verður 2 vikna námskeið fyrir nýliða sem hefðu áhuga á að ganga í Karlakórinn Þresti að loknu námskeiði. Farið verður í undirstöðuatriði kórsöngs og 2 lög æfð sem sungin yrðu með aðalkórnum á síðasta degi námskeiðsins.

Að námskeiði loknu yrðu svo áhugasamir metnir með það í huga að þeir gerðust söngmenn í kórnum.

Tímar námskeiðs:

  • Þriðjudagur 20/09 kl. 20 – 22.00
  • Miðvikudagur 21/09 kl. 20 -22.00
  • Þriðjudagur 27/09 kl. 20 -22.00
  • Fimmtudagur 29/09 kl. 20 -22.00  (samsöngur með kór)

Námskeiðið fer fram í Þrastaheimilinu að Flatahrauni 21, Hafnarfirði (sjá kort)

Götukort 2

Já.is

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu vinsamlegast sendið skilaboð á threstir@threstir.is

Skálholt – 1. maí 2016

Eftir tónleika í Eyjum var kvöldstund í boði Árna Johnsen þar sem Þrestir fengu dýrindis kjötsúpu og góðar sögur. Eftir hvíld í Eyjum héldu Þrestir með Herjólfi um Landeyjahöfn og síðan rútu rakleiðis til Skálholts.

Tónleikar í Skálholtskirkju 1.maí kl. 15
Í skálholtskirkju er hljómurinn einstakur og þar er gott og hátíðlelgt að syngja.  Í dag sungu Þrestir hefðbundin hljómrík lög og síðan lög við hæfi eftir Oddgeir Kristjánsson og úr Sólarsvítunni eftir Árna Johnssen. Fullt hús af fólki á fullkomnum degi. Takk fyrir okkur!


Mynd af www.skalholt.is/

Fylgist með Þröstum á https://www.facebook.com/threstir.is/