Söngstjóri

jon-karl-einarsson
Jón Karl Einarsson

Jón Karl Einarsson útskrifaðist frá tónmenntadeild Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1976.

Hann kenndi tónmennt við Barnaskólann á Akranesi frá 1976 til 1979, er hann var ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi.

1976 stofnaði hann Barnakór Akraness sem vann til verðlauna í alþjóðlegri kórakeppni á Spáni árið 1984.

Jón Karl var ráðinn skólastjóri Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi 1985 og stjórnaði þá kór Kennaraháskólans, ásamt því að kenna kórstjórn við tónmenntaval HÍ.

Árið 1991 tók hann við Selkórnum á Seltjarnarnesi og stjórnaði honum til ársins 2012. Á þessum árum flutti kórinn mörg stærri verk kórbókmenntanna, svo sem Sálumessu Gabríels Fauré, D-dúr messu A. Dvoráks og Messías eftir G.F. Händel.

Jón Karl lét af störfum sem skólastjóri Tónlistarskólans árið 1996 og hefur síðan starfrækt ferðaskrifstofur, m.s. Íþrótta og tónlistardeild ÚrvalsÚtsýnar.

 

Söngstjórar Þrasta frá upphafi

Frá – Til Ár Söngstjórn
2016 – Jón Karl Einarsson
1997 – 2016 19 Jón Kristinn Cortez
1995 – 1997 2 Sólveig S. Einarsdóttir
1991 – 1995 4 Eiríkur Árni Sigtryggsson
1990 – 1991 1 Ronald W. Turner
1985 – 1990 5 Kjartan Sigurjónsson
1983 – 1985 2 John Speight
1980 – 1983 3 Herbert H. Ágústsson
1979 – 1980 1 Páll Gröndal
1978 – 1979 1 Ragnar Jónsson
1977 – 1978 1 Páll Gröndal
1971 – 1977 6 Eiríkur Árni Sigtryggsson
1965 – 1971 6 Herbert H. Ágústsson
1964 – 1965 1 Frank Herlufsen
1963 – 1964 1 Helmut Neumann
1961 – 1963 2 Jón  Ísleifsson
1959 – 1961 2 Jón Ásgeirsson
1955 – 1959 4 Páll P. Pálsson
1953 – 1955 2 Jón  Ísleifsson
1950 – 1953 3 Páll Kr. Pálsson
1949 – 1950 1 Páll Halldórsson
1945 – 1949 4 Jón  Ísleifsson
1937 – 1945 8 Sr. Garðar Þorsteinsson
1935 – 1937 2 Jón  Ísleifsson
1926 – 1935 9 Formaður, Bjarni Snæbjörnsson
1924 – 1926 2 Sigurður Þórðarson
1912 – 1924 12 Friðrik Bjarnason
Samtals 104 ár

Deila eins og vindurinn