Frétt af www.eyjafrettir.is 28. apr. 2016
Elsti karlakór landsins, Karlakórinn Þrestir úr Hafnarfirði mun halda tónleika í samkomuhúsinu Betel, laugardaginn 30. april næstkomandi kl. 16.00 undir kórstjórn Jóns Kristins Cortes ásamt hljómsveitarundirleik Jónasar Þóris og félaga. Á fyrra hluta tónleikana verða sungnar, ásamt undirspili, sígildar perlur Oddgeirs Kristjánssonar eins og Ship O Hoj, Ég veit þú kemur, Ágústnótt og fleiri lög. Á seinni hluta tónleikanna mun kórinn svo fytja verk Árna Johnsen, Sólarsvítuna, sem verður sungin af kórnum ásamt upptöku af sinfóníuhljómsveitarleik undir stjórn Ed Welch og myndsýningu af stór- brotnum náttúrulífsmyndum. Miðaverð er 3.500 kr.
Fylgist með Þröstum á https://www.facebook.com/threstir.is/