Haldið verður 2 vikna námskeið fyrir nýliða sem hefðu áhuga á að ganga í Karlakórinn Þresti að loknu námskeiði. Farið verður í undirstöðuatriði kórsöngs og 2 lög æfð sem sungin yrðu með aðalkórnum á síðasta degi námskeiðsins.
Að námskeiði loknu yrðu svo áhugasamir metnir með það í huga að þeir gerðust söngmenn í kórnum.
Tímar námskeiðs:
- Þriðjudagur 20/09 kl. 20 – 22.00
- Miðvikudagur 21/09 kl. 20 -22.00
- Þriðjudagur 27/09 kl. 20 -22.00
- Fimmtudagur 29/09 kl. 20 -22.00 (samsöngur með kór)
Námskeiðið fer fram í Þrastaheimilinu að Flatahrauni 21, Hafnarfirði (sjá kort)
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu vinsamlegast sendið skilaboð á threstir@threstir.is