Ástvaldur Traustason er borin og barnfæddur Reykvíkingur. Hann er fæddur á þeim drottins degi 14.Desember árið 1966. Snemma fór hann að spila á píanó og gerir enn af stakri snilld. Hann segist hafa verið tengdur þessari list lengst af og hefur hann verið viðriðin ófá bílskúrsböndin og stundað ball menninguna einnig. Ástvaldur er mikill djassari og kirkjutónlistarunnandi núna á síðari árum og spilar hann allt mögulegt og ómögulegt þar á milli. Ferill hans spannar ófá árin. Það er gaman að fá hann í krefjandi verkefnin sem liggja fyrir Þröstunum og bjóðum við hann hjartanlega velkomin til starfa.

Menntun
Tónskóli Þjóðkirkjunnar, 2015-2017, Kirkjuorganisti
Berklee College of Music 1989-1992, Boston. Bachelor of Music
Tónlistarskóli FÍH, 1988. Burtfararpróf.
Menntaskólinn við Hamrahlíð, 1987. Stúdent.

#Helstu hljómsveitir
Þjóðlagasveitin Bardukha, 2002-2007. Harmónika.
Stórsveit Reykjavíkur 1993-2004. Píanóleikari.
Milljónamæringarnir, 1992-2000. Píanó- og hljómborðsleikari, útsetningar.
Sálin hans Jóns míns, 1989. Hljómborðs- og píanóleikari.

#Kennsla og menntamál
Tónlistarskóli Kópavogs. Deildarstjóri rytmísku deildarinnar, 2014-
Stofnandi og skólastjóri tónlistarskólans Tónheima, 2000-
Tónlistarskóli FÍH: 1992-2000. Kennsla í djasspíanóleik.
Tónlistarskóli Njarðvíkur: 1992-2000. Samspil og kennsla í píanóleik og hljómfræði.
Tónskóli Sigursveins, 1992-2000. Kennsla í rytmískum hljómborðsleik í kennaradeild.

#Bækur og skrif
Hljómar í bókstaflegum skilningi 2, 2012.
Píanóskóli 1&2 fyrir unga byrjendur í rytmískri tónlist, 2007.
Námskrá Tónheima í fjórum hlutum, 2007.
Hljómar í bókstaflegum skilningi 1, 2005.

#Helstu hljómplötur
Hljóð, 2014. Frumsamin tónlist fyrir jazzpíanótríó. (Tiln. til íslensku tónlistarverðl. 2014)
Hymnasýn, 2011. Sálmar úr íslensku sálmabókinni í útsetningum fyrir djasspíanótríó.
Bardukha, 2006. Þjóðlagasveitin Bardukha. Harmónikkuleikur
Tónn í Tómið, 2003. Flygladúett með Agnari Má Magnússyni.
Í Reykjavíkurborg, 2003. Stórsveit Reykjavíkur. Píanóleikur.
Við bjóðum góða nótt, 1999. Ragnar Bjarnason. Píanóleikur, útsetningar, production.
Popplín: Stefán Hilmarsson, 1997. Meðhöfundur.
Milljón á mann: Milljónamæringarnir. 1994. Píanóleikur og útsetningar.
Ekki þessi leiðindi: Milljónamæringarnir, 1993. Píanóleikur og brassútsetningar.
Hvar er draumurinn: Sálin hans Jóns míns, 1989. Píanó- og hljómborðsleikur.

#Kórstjórn
Álafosskórinn. Kórstjórnandi frá janúar 2014.

#Kirkjustarf
Guðríðarkirkja – organisti í afleysingum, 2017
Tónlist í Æðruleysismessum í Dómkirkju Reykjavíkur, 2013-
Ótal athafnir í kirkjum s.s. giftingar, skírnir og jarðarfarir

Söngstjórar Þrasta frá upphafi

Frá – Til Ár Söngstjórn
2017 – 0 Ástvaldur Traustason
2016 – 2017 1 Jón Karl Einarsson
1997 – 2016 19 Jón Kristinn Cortez
1995 – 1997 2 Sólveig S. Einarsdóttir
1991 – 1995 4 Eiríkur Árni Sigtryggsson
1990 – 1991 1 Ronald W. Turner
1985 – 1990 5 Kjartan Sigurjónsson
1983 – 1985 2 John Speight
1980 – 1983 3 Herbert H. Ágústsson
1979 – 1980 1 Páll Gröndal
1978 – 1979 1 Ragnar Jónsson
1977 – 1978 1 Páll Gröndal
1971 – 1977 6 Eiríkur Árni Sigtryggsson
1965 – 1971 6 Herbert H. Ágústsson
1964 – 1965 1 Frank Herlufsen
1963 – 1964 1 Helmut Neumann
1961 – 1963 2 Jón  Ísleifsson
1959 – 1961 2 Jón Ásgeirsson
1955 – 1959 4 Páll P. Pálsson
1953 – 1955 2 Jón  Ísleifsson
1950 – 1953 3 Páll Kr. Pálsson
1949 – 1950 1 Páll Halldórsson
1945 – 1949 4 Jón  Ísleifsson
1937 – 1945 8 Sr. Garðar Þorsteinsson
1935 – 1937 2 Jón  Ísleifsson
1926 – 1935 9 Formaður, Bjarni Snæbjörnsson
1924 – 1926 2 Sigurður Þórðarson
1912 – 1924 12 Friðrik Bjarnason
Samtals 105 ár