Tónleikar Þrasta 2018 verða haldnir í Bæjarbíói í Hafnarfirði
- fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00
- laugardaginn 28. apríl kl. 17:00 og 20:00
Tondeleyó er þema tónleikana að þessu sinni þar sem nokkrum af lögum Leikbræðra verður gerð skil. Leikbræður voru geysi vinsælir á árunum 1945 til 1955 og nutu góðs af útsetningum Carls Billich á flestum þeirra laga sem þeir sungu. Nú verður spennandi að heyra þessi lög hljóma aftur í flutningi Þrasta undir stjórn Ástvaldar Traustasonar. Guðrún Gunnarsdóttir mun syngja valdar perlur með okkur og Jónas Þórir verður á sínum stað ásamt undirleik nemenda Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Fyrir hlé lofum við hins vegar hefðundnum hárblæstri að hætti Þrasta. Nýr stjórnandi Þrasta er Ástvaldur Traustason og hver veit hvað kann óvænt að gerast.
Í stuttu máli…
– Frábær 50′ tónlist Leikbræðra
– Góður hárblástur að hætti Þrasta
– Guðrún Gunnars, Jónas Þórir, undirleikarar og Þrestir undir stjórn Ástvaldar Traustasonar.
Takið daginn frá og njótið með okkur!
Miðasala á www.midi.is
Sjá einnig www.facebook.is/threstir.is